Íslandsmeistaramótið í Carcassonne

CarcassonneÍslandsmeistaramótið í Carcassonne verður haldið sunnudaginn 19. janúar kl. 17 í verslun Spilavina.
Íslandsmeistarinn vinnur sér keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í Carcassonne sem haldið verður á stærstu spilasýningu í heimi í Essen, Þýskalandi, í október 2014. Ferða- og hótelkostnaður er ekki innifalinn.
Skráning á mótið fer fram á tölvupósti spilavinir@spilavinir.is eða hjá Spilavinum, Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík, fyrir 17. janúar. Látið fylgja með fullt nafn, kennitölu og síma.
Skráningargjald kr 1.000 greiðist við innganginn.
Ekkert aldurstakmark en allir þátttakendur þurfa að kunna spilið. Spilaðir verða 2ja manna leikir með grunnspilinu.
Mótið er opið fyrir alla, en bara íslenskir ríkisborgarar eða erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi geta orðið Íslandsmeistarar eða keppt fyrir Ísland á heimsmeistaramótinu.
Í verðlaun fyrir fyrsta sætið er gjafabréf hjá Icelandair fyrir 20.000 kr.  Auk þess eru veitt verðlaun fyrir annað sætið og besta keppanda yngri en 16 ára.

Um höfundinn

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;